Friday, March 25, 2011

Skráning í Vestmannaeyjaferð

Helgina 29.april – 1. maí fer eldra ár 6. flokks karla í handbolta á mót til Vestmannaeyja.  Farið verður með Herjólfi til Eyja kl. 12.30, föstudaginn 29. april og komið til baka með 16.30  ferðinni sunnudaginn 1. maí.   Við reiknum með að vera með fjögur lið.  Einn fararstjóri verður með hverju lið plús Elli þjálfari og tveir aðstoðarþjálfarar.
Ferðin kostar 18.000 kr og er eftirfarandi innifalið í verðinu:
  • Ferð í Landeyjahöfn og með Herjólfi fram og til baka
  • Gisting
  • Matur
  • Merktur bolur, buff eða húfa
  • Sund
Skráningar sendist á ir.handbolti.6.fl@gmail.com og þurfa þær að berast í síðasta lagi 30. mars einnig er hægt að hringja í síma 860-1125 eftir kl. 17.00. Greiðslur þurfa að berast ekki seinna en 31. mars,  skal leggja þær inn á reikning 0113-05-060368 Kt: 230473-5879, skrá nafn drengs í skýringu og senda kvittun millifærslu á ir.handbolti.6.fl@gmail.com . 

Kveðja
Foreldraráð eldra árs.

No comments:

Post a Comment