20. febrúar var haldinn foreldrafundur með foreldrum strákana.
Umræðan var Vestmannaeyjar. Rætt var hvort það ætti að fara daginn áður til eyja eða taka fyrstu ferð með Herjólfi. Niðurstaðan var að taka Herjólf. Panta þarf tvo klefa fram og tilbaka fyrir þá sem verða sjóveikir. Einnig að það væri gott að hafa einn bíl fyrir liðin til að geyma dót og fleira. Spurningin er hvaða bíll það á að vera. Það verður pantað fyrir allan hópinn í einu bæði strákana og foreldra. Því þarf að skrá sig sem fyrst svo að foreldraráð geti pantað og Elli geti séð hvað hann verði með mörg lið.
Umræðan var Vestmannaeyjar. Rætt var hvort það ætti að fara daginn áður til eyja eða taka fyrstu ferð með Herjólfi. Niðurstaðan var að taka Herjólf. Panta þarf tvo klefa fram og tilbaka fyrir þá sem verða sjóveikir. Einnig að það væri gott að hafa einn bíl fyrir liðin til að geyma dót og fleira. Spurningin er hvaða bíll það á að vera. Það verður pantað fyrir allan hópinn í einu bæði strákana og foreldra. Því þarf að skrá sig sem fyrst svo að foreldraráð geti pantað og Elli geti séð hvað hann verði með mörg lið.
Ákveðið var að
hver liðstjóri tekur við strákunum á hafnarbakkanum og skilar þeim af sér aftur
á hafnarbakkann þegar heim er komið.
Þeir sem buðu sig fram sem liðstjóra eru:
Óskar (Baldur Ingi), Birkir (Hafsteinn og Ingvar), Guðrún (Viktor Ingi), Birgir
(Snorri Freyr), Oddur (Hafþór) og Kristján (Dagur Sverrir).
Mikið var rætt um nammipeninga og var niðurstaðan sú að þeir yrðu
ekki leyfðir heldur settir inn í verðið og á heimleiðinni yrði keyptur
hamborgari og franskar. Strákarnir eiga að vera nestaðir á leiðinni til
Vestmannaeyja. Talað var um sjóveikistöflur og að þeir foreldrar sem vilja að
strákurinn sinn fái sjóveikispillu láti liðstjórann vita. Rætt var um hvernig
koma eigi strákunum í Þorlákshöfn og til baka aftur. Stjórnin lagði fram þá
tillögu að safnað yrði í bíla og strákarnir borgi bensíngjald sem reiknað er inn
í verðið. Ferðin myndi þá byrja og enda niður í ÍR-heimili.
Verð fyrir ferðina er á bilinu 16.000 til 18.000 allt eftir því
hversu margir fara.
Einnig var talað um að þeir foreldrar sem fara til eyja verði til
taks til að búa til samlokur og fleira milli mála fyrir strákana.
Óskað var eftir að fá herbergið sem strákarnir voru með í fyrra.
Stjórnin ætlaði að athuga þau mál.
Kveðja
Foreldraráð
Brynjar Snær fer til Eyja
ReplyDeleteHafþór Pálmi mætir með pabba sínum.
ReplyDeleteEr hægt að fá nánari upplýsingar um dagsetningar hér á bloggið?
ReplyDeleteEinnig þurfum við að vita hvort það þurfi foreldri með hverjum strák.
Takk fyrir,
Hrafnhildur
mamma Davíðs Edwards
Ferðin er 27. - 29. apríl nk. Foreldrar eru ekki skyldugir með
ReplyDelete