Tuesday, March 20, 2012

Gull í hús hjá strákunum í 6.fl. (eldra ár) sem tóku þátt í Íslandsmóti 5.flokks ( yngra ár) og unnu sína deild.

Strákarnir í 6.fl. (eldra ár) tóku þátt í Íslandsmóti 5.flokks ( yngra ár) sem handið var hjá Aftureldingu 16.-18 mars. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu sína deild þar. Efnilegir strákar hér á ferð hjá ÍR Handbolta sem gaman verður að fylgjast með.

Myndir sem teknar voru eru komnar inn á Picasa albúm 6. flokks og einnig inn á Facebook hjá ÍR Handbolta. 

Endilega merkið ykkur og strákana inn á myndirnar sem við settum inn á Facebook ÍR Handbolta til að vinir, afar og ömmur sjái þessa flottu stráka, og síðan er hægt að sjá allar myndirnar sem teknar voru í myndaalbúmi flokks þar sem við vonum að fleiri myndir eigi eftir að skila sér frá foreldurm þar sem við vorum með 3 lið á þessu móti.





Við hvetjum ykkur síðan til að taka myndir á mótum og ef þið þurfið aðstoð við að setja þær inn þá er bara að tala við þjálfara eða senda póst á okkur hjá Barna- og Unglingaráði ÍR Handbotla  

1 comment: