Á síðasta foreldrafundi var rætt um helgina sem framundan er. Reynt var að skipuleggja matarnefnd. Tvær mæður sem þrælvanar eru svona ferðum buðu sig fram. Einnig var ákveðið að þeir foreldrar sem koma með hjálpist að með strákana og útbúa nestið á milli mála. Við verðum með ávexti, samlokur og drykki. Óskað er eftir því að þeir sem eiga samlokugrill og geta lánað það geri það. Það gekk listi á milli manna þar sem beðið var um nafn á barni, foreldri og símanúmeri sem hægt er að hringja í ef eitthvað kemur upp á. Liðstjórar verða með listann með númerunum ásamt okkur í foreldraráði.
Útbúnaðarlisti
Keppnisbúningurinn, ÍR-fatnaður (ef hann er til) til að vera í milli leikja, vindsæng, pumpa (þeir sem hana eiga), svefnpoki/sæng, koddi, sundföt, handklæði, nærföt, sokkar, buxur, peysur, hlýr fatnaður (við erum að fara til Vestmannaeyja), húfa, spil, bók
Það sem ekki má koma með er myndavél, peningar, gemsi, Ipod, við getum ekki borið ábyrð á þessum hlutum.
Það verður að öllum líkum farið frá Landeyjarhöfn. Það þýðir að það er mæting niður í ÍR-heimili klukkan 7 á föstudagsmorgun og farið stundvíslega klukkan 7:30. Það er skyldumæting niður í ÍR-heimili hjá öllum sem fara svo hægt sé að merkja við fólk.
Þeir sem ekki komust á fundinn og eiga eftir að gefa okkur í foreldraráði númerin sín og ef það er eitthvað sem við þurfum að vita, t.d. lyf, hræðsla eða eitthvað annað sem kemur að gagni vinsamlegast sendið tölvupóst til Ingibjargar í netfangið mgi@mi.is eða hringið í síma 8640438. Einnig þeir sem geta lánað samlokugrill mega endilega láta hana vita.
kveðja
Foreldraráð
Við getum komið með samlokugrill
ReplyDeleteHvenær er áætluð heimför með Herjólfi á sunnudaginn?
Viljið þið að foreldrar baki eitthvað líka til að taka með?
Kiddý og Daníel Dagur
Það má baka.
ReplyDeleteGleymdi að skrifa tannbursta og tannkrem
Við ætlum að gera kryddbrauð
ReplyDeletekv. Kiddý og Daníel Dagur