Sunday, October 16, 2011

Tvö Gull í hús hjá 6 flokk karla (eldri) í fyrstu umferð Íslandsmóts.

Að þessu sinni voru það 5 lið sem ÍR fór með á fyrstu umferð Íslandsmóts sem haldið var hjá FRAM.

Tvö lið ÍR2 og ÍR5 unnu sínar deildir og skiluðu gulli í hús fyrir okkur.

ÍR1, ÍR3 og ÍR4 spiluðu flotta leiki á mótinu og héldu sínu sæti í deildunum sem er mjög góður árangur hjá þeim.  Þess ber þó að geta að ekki vantaði mikið upp á að ÍR1 næði einnig gulli, þeir spiluðu hörku spennandi úrslitaleik við Fjölni þar sem liðin skiptust um á að vera í forystu og kom sigurmark Fjölnis á seinustu sekúndum leiksins. Strákarnir í ÍR1 tóku því annað sætið í sínum riðil að þessu sinni og eru staðráðnir í því að vinna næst.

Við megum vera stolt af okkar liðum og stuðningsmönnum sem voru ÍR til sóma. 

Það sannaðist enn og aftur hversu flott liðsheild er hjá þessum liðum sem ÍR teflir fram og með því að fagna hverju marki, hverri makrvörslu , hverjum stolnum bolta og hvetja hvern annan áfram hvort sem um er að ræða í vörn eða sókn þá er ekkert sem stoppar þessi lið.

Frábær árangur og liðsheild hjá þeim, flottir þjálfarar og foreldrar sem styðja við bakið á þeim.
Frábært hjá ykkur strákar og til hamingju með gullið!!!

Að neðan er mynd af ÍR1, IR2  og ÍR5 sem fóru taplausir í gegnum mótið, flottir strákar sem fara þar á ferð!!!

**ATH við bíðum eftir fleiri myndum af mótinu , sem ættu að skila sér í möppu að neðan þar sem hluti af myndum eru komnar inn.

Myndir af mótinu hjá FRAM eru hér Albúm1 og Albúm2   og video á YouTube rás 6 flokks

ÍR5 vann sinn riðil á þessu móti.

ÍR2 vann sinn riðil á þessu móti.








































**ATH við bíðum eftir fleiri myndum af mótinu , sem ættu að skila sér í möppu að neðan þar sem hluti af myndum eru komnar inn.

Myndir af mótinu hjá FRAM eru hér Albúm1 og Albúm2   og video á YouTube rás 6 flokks

No comments:

Post a Comment